4G í Hrísey, á Dalvík og í innanverðum Eyjafirði
4G þjónustusvæði Vodafone í Eyjafirði stækkaði verulega í síðustu viku þegar settir voru upp tveir nýir sendar, í Hrísey annars vegar og í nágrenni Hrafnagils hins vegar. Þar með er 4G-þjónusta Vodafone svo til óslitin allt frá Dalvík og Hrísey suður eftir öllum Eyjafirði.
Eyjafjörður er meðal fyrstu 4G svæða Vodafone, en í júlí voru Akureyri og nágrenni 4G-vædd. Því var ráðist í stækkun 4G svæðisins í Eyjafirði nú, en með henni eru þéttbýlissvæði á borð við Dalvík, Hrísey, Litla-Árskógssand, Hrafnagil og Kristnes auk bæja og sumarbústaða í nágrenni þeirra orðin hluti af 4G-þjónustusvæði Vodafone.
Með farneti yfir 4G fæst miklu hraðari gagnaflutningur en áður hefur verið í boði með 3G farneti. 4G nýtist sérstaklega vel í dreifðum byggðum þar sem nettenging yfir landlínu er slæm eða ekki til staðar, því með 4G netbúnaði má nettengja tölvur og önnur tæki á einfaldan hátt og jafnvel fá margfalt hraðari tengingu en yfir landlínu. Enn sem komið er virkar einungis 4G netbúnaður á kerfi Vodafone, en á næstu mánuðum munu símar sem styðja 4G einnig geta nýtt sér hinn mikla gagnaflutningshraða kerfisins, segir í tilkynningu frá Vodafone