438 án atvinnu í lok mánaðarins

Akureyri / mynd karl eskil
Akureyri / mynd karl eskil

Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4% á landinu öllu, en hlutfallið er 4,7% fyrstu átta mánuði ársins. Á Norðurlandi eystra voru að jafnaði 387 á atvinnuleysisskrá í ágúst, 159 karlar og 228 konur, sem þýðir að Hlutfallslegt atvinnuleysi á svæðinu var 2,6%. Miðað við sama mánuð í fyrra hefur fækkað um 49 á skránni á svæðinu. Í lok ágúst voru 438 á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi eystra, 180 karlar og 258 konur. Langflestir eru búsettir á Akureyri, eða 298.

Nýjast