400 milljónir í breytingar á Listasafninu

Listasafnið á Akureyri
Listasafnið á Akureyri

Í fjögurra ára framkvæmdaráætlun Akureyrarkaupstaðar er gert ráð fyrir 350 milljónum til viðbótar við þær rúmu 50 milljónir sem gert er ráð er ráð fyrir á þessu ári í framkvæmdir við Listasafnið. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í húsakynnum Listasafnsins og m.a. áætlað að Ketilhúsið verði hluti af safninu. Með breytingunum fær Listasafnið aukið sýningarrými til afnota og öll aðstaða verður betri með töluvert meiri lofthæð.

Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins á Akureyri, gagnrýnir háan kostnað sem fer í breytingar og rekstur Listasafnsins en lengri frétt um málið má nálgast í prentúgáfu Vikudags. 


Athugasemdir

Nýjast