400 á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði

Skráð atvinnuleysi á Norðurlandi eystra var 2,6% en á landinu öllu var hlutfallið 3,9%. Í lok júlí voru 445 án atvinu á Norðurlandi eystra, en að jafnaði voru 400 manns á atvinnuleysisskrá í mánuðinum.

234 konur voru að jafnaði án atvinnu og 166 karlar. Sé miðað við sama mánuð í fyrra hefur fækkað um 82 á atvinnuleysisskránni.

Flestir búa á Akureyri, eða 301 , þar af 113 karlar og 188 konur. Í Norðurþingi búa 45 manns og á Dalvík búa 30 manns.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast