3000 skammtar af bóluefni í vikunni

Bólusetningar á landinu ganga vel og fara bólusetningar á Akureyri fram á slökkviliðsstöðinni. Mynd/…
Bólusetningar á landinu ganga vel og fara bólusetningar á Akureyri fram á slökkviliðsstöðinni. Mynd/Margrét Þóra.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fékk um 3000 skammta af bóluefni í byrjun vikunnar. Haldið verður áfram að bólusetja niður árganga með Astra Zeneca bóluefninu en næstu árgangar eru 1962-1966. Aðeins verður hægt að bólusetja hluta þess hóps í þessari viku en getur verið breytilegt eftir stöðum en jafnast út í næstu og þarnæstu viku, segir í frétt á vef HSN.

Pfizer bóluefnið verður nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu bóluefni 13.-16 apríl og fyrri bólusetningu hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og mega bara fá Pfizer. Einnig hefur HSN fengið sendingu með bóluefni frá Janssen og verður það notað fyrir fólk eldri en 18 ára og verður það gefið eins og önnur bóluefni í næstu forgangshópa og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis. 


Athugasemdir

Nýjast