30 þúsund hafa skrifað undir áskorun um flugvöll í Vatnsmýri

Liðlega 30 þúsund hafa nú skrifað undir áskorun um að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Á föstudagsmorgun setti félagið Hjartað í Vatnsmýrinni af stað undirkriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurvelli á vefnum www.lending.is. Þar er skorað á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.Talsmenn átaksins segja að söfninun gangi vonum framar, greinilegt sé að landsmenn hafi sterka skoðun á þessu máli. Þeir segja að á bilinu 600 til 700 sjúkraflug komi árlega til Reykjavíkur með sjúklinga, margir fari beint á skurðarborðið og eigi fluginu lífið að launa.

Nýjast