250 erlendir ferðamenn á bráðamóttöku SAk

Erlendir ferðamenn leita í meira mæli til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Erlendir ferðamenn leita í meira mæli til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Tæplega 12% fjölgun er á komum á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri á tímabilinu maí­-júlí í sumar. Fjölgun erlendra ferðamanna á sjúkrahúsið skýrir aukninguna en erlendir ferðamann leita í sífellt meira mæli á bráðamóttökuna. Í sumar hafa um 250 erlendir ferðamenn leitað á bráðamótttökuna í maí, júní og júlí. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi.

-Vikudagur, 18. ágúst.

Nýjast