27. maí, 2009 - 14:51
Fréttir
Lið Þórs í 2. flokki karla bar sigurorð af liði Fram í gær þegar liðin áttust við í Boganum á
Íslandsmótinu í knattspyrnu . Þeir Kristján Steinn Magnússon og Jóhann Helgi Hannesson skoruðu mörk Þórs í leiknum.
Þar með hefur Þór unnið báða sína leiki í deildinni og eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig.
Næsti leikur norðanmanna verður á Skaganum þann 6. júní þegar þeir sækja ÍA heim.
Þá unnu KA- menn ÍA í Boganum sl. sunnudag þar sem lokatölur urðu 3-1 sigur heimamanna. Mörk KA skoruðu þeir Orri Gústafsson,
Davíð Rúnar Bjarnason og Hallgrimur Mar Steingrímsson. KA- menn sitja í 6. sæti deildarinnar með þrjú stig.