Búið er að fullbólusetja 127 starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) eða um 19% allra starfsmanna. 26 starfsmenn til viðbótar hafa hafið bólusetningu en eiga seinni sprautuna eftir.
Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóru hjúkrunar, bráða-og þróunarsviðs SAk, segir í samtali við Vikublaðið að bóluefnið hafi borist hægar til þeirra en vonir stóðu til og auk þess hafi aldraðir og þeir sem viðkvæmari eru fyrir því að fá Covid-19 hlotið forgang fram yfir heilbrigðisstarfsmenn.
„Yfir 500 manns eiga því eftir að fá boð í bólusetningu en heildarstarfsmannafjöldinn er í kringum 680 manns. Þá hafa 30 inniliggjandi sjúklingar einnig verið bólusettir á SAk í samstarfi við HSN,“ segir Hildigunnur. Almennt hafa bólusetningarnar á SAk gengið vel. „En þó var eitthvað um að fólk sýndi sterkari viðbrögð (flensulík einkenni) sólarhring eftir seinni bólusetningu.“
Þrjú tilfelli aukaverkana hafa verið tilkynnt til Lyfjustofnunnar en ekki er um að ræða alvarlegar aukaverkanir.