Ásgeir Ólafsson, þjálfari á Akureyri, hefur stofnað hóp á Facebook undir heitinu „182 dagar“ sem byggist á því að koma fólki í betra form á hálfu ári og láta því líða betur. Hátt í þúsund manns hafa nú skráð sig í hópinn víðsvegar um heiminn. Rauði þráðurinn er að gefa sér tíma án allra öfga og borða hefðbundinn mat. Kerfið er byggt á 28 ára reynslu Ásgeirs en hann er m.a. höfundur metsölubókarinnar Létta leiðin og hefur vakið athygli sem pistlahöfundur og fyrirlesari.
Vikudagur ræddi við Ásgeir um framtakið en nálgast má greinina í prentúgáfu blaðsins.