127 umsóknir hafa borist í lögreglufræðinámið

Háskólanum á Akureyri hafa borist 127 umsóknir í lögreglufræðinámið í haust. Kynjaskiptingin er nokkuð jöfn, 66 karlmaður og 61 kona. Umsóknarfrestur er til og með 7. september í næstu viku. Eins og fram hefur komið ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða.Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi.

Nýjast