Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað síðastliðið haust að taka börn frá 12 mánaða aldri inn á leikskólann Krummakot. Núna eru níu börn á yngstu deildinni en verða tíu í mars. Leikskólinn mun innrita allt að fjórum sinnum á ári. Jón Stefánsson, oddviti í Eyjafjarðarsveit, segir þessa ákvörðun hafa verið tekna til að koma til móts við óskir íbúa um að taka við yngri börnum, en lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.