Alls greindust 27 með Covid-19 innanlands í gær en til samanburðar greindust 26 með Covid-19 innanlands í fyrradag. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við mbl.is að stór hluti þeirra sem greindust í gær búi á Norðurlandi og of snemmt sé að segja til um hvort takist hafi að ná utan um hópsýkingar sem blossuðu upp þar.
Alls voru 95 í einangrun á Norðurlandi eystra í gær en eru nú 115 samkvæmt nýjum tölum á covid.is. Flestir hinna smituðu eru á Akureyri og Dalvík. Þrír liggja inni á sjúkrahúsinu á Akureyri.