115 í einangrun á Norðurlandi eystra

Fjöldi einstaklinga á Dalvík hefur greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga og eru um 10% bæjarbú…
Fjöldi einstaklinga á Dalvík hefur greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga og eru um 10% bæjarbúa í sóttkví.

Alls greind­ust 27 með Covid-19 inn­an­lands í gær en til sam­an­b­urðar greind­ust 26 með Covid-19 inn­an­lands í fyrra­dag. Þórólf­ur Guðnason sóttvarnarlæknir seg­ir í samtali við mbl.is að stór hluti þeirra sem greind­ust í gær búi á Norður­landi og of snemmt sé að segja til um hvort tak­ist hafi að ná utan um hóp­sýk­ing­ar sem blossuðu upp þar.

Alls voru 95 í ein­angr­un á Norður­landi eystra í gær en eru nú 115 sam­kvæmt nýj­um töl­um á covid.is. Flestir hinna smituðu eru á Akureyri og Dalvík. Þrír liggja inni á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri.

 


Athugasemdir

Nýjast