10.680 áhorfendur á Þórsvöll í Pepsi-deild karla í sumar
KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur frá liðnu tímabili í Pepsi-deild karla en aðsókn var almennt góð. Alls mættu 148.163 áhorfendur á 132 leiki sem gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hverjum leik. Flestir áhorfendur mættu á heimaleiki KR eða 2.148 að meðaltali á leik en fæstir á leiki Stjörnunnar eða 822 að meðaltali. Þór er í sjöunda sæti á listanum en meðaltal áhorfenda á Þórsvelli í sumar var 971 en alls var áhorfendafjöldinn í sumar 10.680 manns.
Meðalaðsókn á heimaleiki liðanna í Pepsi-deild karla 2011:
1. KR 2.148
2. FH 1.686
3. Valur 1.102
4. Víkingur R. 1.096
5. Fylkir 1.087
6. Breiðablik 1.065
7. Þór 971
8. Fram 920
9. Keflavík 904
10. Grindavík 843
11. ÍBV 826
12. Stjarnan 822
Meðalaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla síðustu ár:
2011 - 1122 í leik
2010 - 1205 í leik
2009 - 1029 í leik
2008 - 1106 í leik
2007 - 1329 í leik
2006 - 1089 í leik