100 sjúkraflug í júlí

Mynd: Facebook/Slökkvilið Akureyrar.
Mynd: Facebook/Slökkvilið Akureyrar.

Á síðasta degi júlímánaðar flaug flug­fé­lagið Mý­flug hundraðasta sjúkra­flug mánaðar­ins. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Akureyrar er greint frá því að þetta sé mánaðarmet í júlí. Ársmetið sé 806 flugferðir og að ólíklegt sé að það verði slegið í ár.

Ársæll Gunn­laugs­son, flug­stjóri hjá Mý­flugi, seg­ir í umfjöllun mbl.is að yf­ir­leitt sé meira álag á sumr­in en þó hafi aldrei verið flogið svo oft í ein­um mánuði frá upp­hafi sjúkra­flugs í flug­vél­um hér á landi. Hann seg­ir far­ald­ur­inn þó ekki ástæðu álags­ins.

„Við sinn­um sem sagt öllu sjúkra­flugi í flug­vél­um á land­inu og ger­um út með tvær sér­út­bún­ar vél­ar frá Ak­ur­eyri,“ seg­ir Ársæll við mbl.is. Fjór­ir manna áhöfn vél­anna hverju sinni og eru það flug­stjóri, flugmaður, sjúkra­flutn­ingamaður frá slökkviliði Ak­ur­eyr­ar og lækn­ir frá sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri.

 


Athugasemdir

Nýjast