Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.
Í dag, 14. október, verða Styrkleikar VMA og nemendafélagsins Þórdunu í þágu Krabbameinsfélags Íslands. Er VMA fyrsti framhaldsskóli landsins til að standa fyrir slíkum viðburði.
Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.
Talsverð aukning er í komum sundlaugargesta í Glerárlaug. Gísli Rúnar forstöðumaður Sundlauga Akureyrar segir sem dæmi að um 20% fleiri hafi sótt laugina heim í júní mánuði í sumar miðað við sama mánuð í fyrra.
Þriðjudaginn 14. október kl. 16.15 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn Pierre Leichner Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Outsider Arts and Arts Outside. Aðgangur er ókeypis.