Vilborg Arna - og stóðlíf um borð í Hildi í Scoresbysundi?

Vilborg Arna pólfari. Mynd: JS
Vilborg Arna pólfari. Mynd: JS

Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, er einhver mesta hetja sem Ísland hefur alið  og þó víðar væri leitað. Vilborg starfaði um skeið hjá Norðursiglingu á Húsavík og var þá m.a. í áhöfn skonnortunnar Hildar sem sigldi til Grænlands og var þar í ferðum um Scoresbysund.

Heim komin skrifaði Vilborg gagnmerka ferðasögu sem hún sendi héraðsfréttablaðinu Skarpi til birtingar og var tekið fagnandi við sendingunni og greinin birt. En þó ekki fyrr en búið að var að breyta einni setningu í annars prýðilega rituðum pistli.

Þar fannst ritstjóra greinarhöfundur lýsa svona óþarflega frjálslegu aktíviteti áhafnarlima Hildar um borð og vart birtingarhæft í fjölskyldublaði á borð við Skarp, en Vilborg reit:   „Oftast var möguleiki á að sæða uppi á dekki og var þá jafnan glatt á hjalla, enda náði hópurinn einkar vel saman.“

Ritstjóri ákvað strax að skjóta bókstafnum n inn í orðið sæða, til að til að koma í veg fyrir að ungir og óharðnaðir lesendur blaðsins áttuðu sig á því augljósa stóðlífi sem átti sér stað um borð í Hildi, samkvæmt afar hreinskilinni frásögn Vilborgar Örnu. JS

 


Athugasemdir

Nýjast