Ungu ljónin Ásmundur Bjarna og Villi Páls

Kempan Ásmundur Bjarnason, hér staddur á Katlavelli, golfvelli Húsvíkinga.
Kempan Ásmundur Bjarnason, hér staddur á Katlavelli, golfvelli Húsvíkinga.

Á fundi í Lionsklúbbi  Húsavíkur kynnti formaður, Birgir Þór Þórðarson,  breytingar á skipan embætta. Sagði Birgir að helsta ástæða þeirra væri að virkja nýja félaga og einnig að yngja upp í nefndum og ráðum og gefa þar með eldri félögum hvíld frá nefndaamstri.

Eitt eldri ljónanna, gamli ólympíufarinn Ásmundur Bjarnason, hristi gráan makkann og lagði fram fyrirspurn af miklum þunga og spurði hversvegna sér hefði verið kúplað út úr embætti siðameistara. „Er ég siðlausari í ár en í fyrra?“ Spurði Ádi og bætti svo við. „Og ef tilgangurinn er sá að lækka meðalaldur siðameistara klúbbsins þá hefur það vissulega tekist með því að losna við mig úr embættinu, mann sem farinn er að nálgast nírætt, en þó ekki verulega, því arftaki minn í embætti, Vilhjámur Pálsson er bara árinu yngri en ég!“  JS


Athugasemdir

Nýjast