Tjörnesingar vildu gjarnan fá veghefil á þing

Örlygur Hnefill Jónsson til hægri ásamt góðkunningja sínum Sigurjóni Benediktssyni tannlækni, sem ei…
Örlygur Hnefill Jónsson til hægri ásamt góðkunningja sínum Sigurjóni Benediktssyni tannlækni, sem einnig hefur löngum haldið sig hægra megin. Mynd: JS

Lögmaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson fékk oftar en einu sinni góða kosningu í prófkjörum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, en þurfti stundum að færa sig neðar á lista, m.a.  til að koma að kandídötum af kvenkyni, vegna kynjakvóta.

Eitt sinn töldu gárungar að töluvert meint fylgi Örlygs á Tjörnesi og í Norðursýslunni mætti rekja til prentvillu í kosningabæklingi, þar sem Hnefill varð Hefill.

“Hefill, það er akkúrat það sem okkur vantar á Alþingi og jafnvel jarðýtu líka!” Ku Tjörnesingar og Keldhverfingar hafa sagt, en þeir höfðu þá lengi búið við óviðunandi ástand í vegamálum. Og því augljóslega meira gagn af hefli en Hnefli. JS


Athugasemdir

Nýjast