Þegar Johnny King var hengdur og reis svo upp frá dauðum!

J.King á sviðinu. Mynd: JS
J.King á sviðinu. Mynd: JS

Húsvíkingurinn Jón Oddi Víkingsson, víða þekktur sem Johnny King, er sögumaður góður og kann að færa í stílinn. Hér lýsir hann “skemmtilegri” uppákomu á Kántríhátíð á Skagaströnd, þegar hann var hengdur, kistulagður og reis síðan upp frá dauðum, spriklandi sprækur:

“Ég planaði þetta atriði sjálfur og æfði það heima á Húsavík. Við sviðsettum einvígi á ballinu þar sem við Hallbjörn Hjartar sungum lagstúf og sigurvegarinn átti síðan að hengja hinn og var fyrirfram ákveðið að Hallbjörn ynni. Mér var síðan komið fyrir uppi á stól og snöru brugðið mér um háls. Ég söng þarna lokalag fyrir áhorfendur, ávarpaði svo lýðinn og sagði: “Hallbjörn, í þínar hendur fel ég frama minn!”

Nú, Hallbjörn sparkaði síðan stólnum undan mér og ég dinglaði í snörunni. Líkið var síðan tekið niður og ég settur í kistu úr pappa, sem ég braust út úr skömmu síðar, upprisinn og var upprisu minni  fagnað gríðarlega af mannfjöldanum!”

Sagði upprisinn Kingarinn. JS


Athugasemdir

Nýjast