Séra Örn: Klófastur prófastur Þingeyinga?

Séra Örn Friðriksson þótti með kankvísustu klerkum. Mynd: JS
Séra Örn Friðriksson þótti með kankvísustu klerkum. Mynd: JS

Eitt sinn, eftir að séra Örn Friðriksson var orðinn prófastur Þingeyinga, var héraðsfundur haldinn að Lundarbrekku í Bárðardal. Söfnuðust klerkar prófastsdæmisins heim í bæ fyrir messu og skrýddust. Fóru  síðan að tínast í kirkju, enda messutími kominn. En ekki bólaði á prófasti.

Leið töluverð stund þar til farið var að athuga hverju þetta sætti. Fannst prófastur eftir nokkra stund læstur inni á klósetti, hvaðan hann komst engan veginn út af sjálfsdáðum.

Eftir þetta atvik var séra Örn ekki kallaður prófastur, heldur klófastur Þingeyinga! JS


Athugasemdir

Nýjast