Séra Jón Aðalsteinn og sonur Kidda fiðlu

Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson t.h. að ganga inn í Húsavíkurkirkju og séra Sighvatur Karlsson tekur…
Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson t.h. að ganga inn í Húsavíkurkirkju og séra Sighvatur Karlsson tekur honum fagnandi. Mynd: JS

Ólafur Kjartan Sigurðarson, stórsöngvari og sonur Sigurðar Rúnars Jónssonar, sem sé Didda fiðlu, skemmti á Vorfagnaði Karlakórsins Hreims að Ýdölum í Aðaldal. Auk þess að syngja, dillaði hann viðstöddum með skondnum dýraeftirhermum og sögum.

Ólafur Kjartan kvaðst  eitt sinn hafa verið að syngja í London og naut þar fulltingis staðarprests Íslendinga þar á bæ, séra Jóns Aðalsteins Baldvinssonar frá Rangá í Kinn. Séra Jón hafði það hlutverk að kynna söngvarann á tónleikunum og gerði það svikalaust, nema hvað klerkur rangfeðraði Ólaf Kjartan frá upphafi og sagði hann ítrekað vera Kristinsson.

Að loknum tónleikum lofaði prestur Ólaf Kjartan „Kristinsson“ í hástert og þakkaði fyrir sönginn. Og þá komst söngvarinn loksins að og spurði hverju það hefði sætt að Jón hefði svo hrapalega rangfeðrað sig og hvaðan þetta „Kristinsson“ væri eiginlega komið?

Og þá spurði  sér Jón undrandi: „Nú, hvað, ert þú ekki sonur Kidda fiðlu?“  JS

 


Athugasemdir

Nýjast