Meðan hagfræðingarnir sváfu – var hagyrðingurinn á vaktinni!

Heimsþekktir bankaræningjar. Á dönsku kenndir við BB.
Heimsþekktir bankaræningjar. Á dönsku kenndir við BB.

Hreiðar Karlsson, fyrrum Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga, var djúpvitur maður og glöggskyggn þá hann var á dögum.  Og augljóslega framsýnn og jafnvel forspár, ef marka má eftirfarandi vísu hans:

 

Menn í bönkum mikið vinna,

munu fáir duga skár.

Innstu koppar einkum sinna

eigin töku hlutafjár.

 

Þessi vísa Hreiðars var hvorki ort árið 2007 eða 2008. Hún birtist í Víkurblaðinu á Húsavík í febrúarmánuði  árið 2000! Meðan hagfræðingar sváfu, var hagyrðingurinn sem sé  á vaktinni og sá hvert stefndi. JS


Nýjast