Í boði norðurljósasjóböð – krydduð með jarðskjálftum

Fyrirhuguð Norðurljósajarðskjálftasjóböð á Húsavíkurhöfða.
Fyrirhuguð Norðurljósajarðskjálftasjóböð á Húsavíkurhöfða.

Þegar áform voru uppi sem miðuðu að því að byggja upp sjóböð á Húsavíkurhöfða, voru  á teikniborðinu jarðgöng undir Höfðann vegna þungaflutninga milli Húsavíkurhafnar og fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis á Bakka. Göngin hafa nú verið grafin og fyrsta skóflustungan tekin að sjóböðunum.

Þessi mál voru á sínum tíma til umræðu á kaffistofu í bænum og einhver varpaði fram þeirri spurningu hvort titringur vegna uppstyttulausrar umferðar risatrukka um jarðgöngin yrði ekki til þess að allt myndi leika á reiðiskjálfi í sjóböðunum fyrir ofan göngin og þar með búið að útiloka möguleikann á að starfrækja þau.

Einn viðstaddra var Örn Sigurðsson, bróðir Jósa bróður og Didda KR. Og Örninn taldi þvert á móti að þetta væri einmitt til stórbóta fyrir sjóböðin. Því þarna skapaðist tækifæri til að auglýsa út um allan heim algjörlega einstæða upplifun á Húsavíkurhöfða, nefnilega sjóböð undir norðurljósunum - krydduð með stöðugum jarðhræringum. JS

 


Athugasemdir

Nýjast