Huppasloppnir húsvískir kaupmenn - að mati Bjarna Ben

Egill Jónasson til hægri. T.v. er annar landsþekktur hagyrðingur, Baldur á Ófeigsstöðum.
Egill Jónasson til hægri. T.v. er annar landsþekktur hagyrðingur, Baldur á Ófeigsstöðum.

Veldi Kaupfélags Þingeyinga var mikið á sínum tíma sem kunnugt er. Eitt sinn sótti Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, Húsavík heim, en þangað átti hann ættir að rekja. Sjálfstæðismanninum Bjarna þótti veldi KÞ ískyggilega mikið á staðnum og Sjálfstæðisflokkurinn og kaupmenn í einkarekstri heldur illa haldnir í samanburði við Framsókn og Kaupfélagið.

Um þessa heimsókn kvað Egill Jónasson svo:

 

Hér kom Bjarni Ben um daginn,

boðaði lausn á þjóðarvanda.

Lagði síðan leið um bæinn,

leit á víxl til beggja handa.

Öllu hefur öfugt miðað,

íhalds fáir menn, og loppnir.

Honum þótti KÞ kviðað,

en kaupmennirnir huppasloppnir.

 


Athugasemdir

Nýjast