Hjörleifur Valsson, Doctor Hook og Stevie Wonder

Hjörleifur Valsson fyrir miðju ásamt öðrum tónlistarmönnum af Baughólnum á Húsavík, Hrannari og Víði…
Hjörleifur Valsson fyrir miðju ásamt öðrum tónlistarmönnum af Baughólnum á Húsavík, Hrannari og Víði Péturssonum. Þeir hampa hér Óðni bróður Hjörleifs. Mynd: JS

Fiðluvirtúósinn Hjörleifur Valsson var með tónleika á Bakkanum í sínum gamla heimabæ Húsavík og lék þar af mikilli snilld, sem ekki kom á óvart. Hitt þótti óvenjulegra að Hjörleifur var með svartan lepp fyrir öðru auga og minnti því einna helst á músíkalskan Moshe Dayan, já, eða jafnvel söngvarann í Dr. Hook.

Að tónleikum loknum, vatt harla ótónfróður gestur sér að Hjörleifi og spurði hvort það væri ekki helvíti erfitt að spila svona hálfblindur á öðru?

„Fyrst Stevie Wonder fer létt með að spila alltaf staurblindur, þá hlýt ég að geta stautað mig fram úr þessu hálfblindur  með lepp fyrir öðru, svona einstaka sinnum,“ svaraði Hjörleifur að bragði. JS


Nýjast