Golffréttir: Frábært högg með nýju járni!

Golfréttamannsferill Þorkels Björnssonar var stuttur. Mynd: Heiðar Kristjáns.
Golfréttamannsferill Þorkels Björnssonar var stuttur. Mynd: Heiðar Kristjáns.

 

Víkurblaðið á Húsavík var eitt sinn með fréttamann á sínum snærum, Þorkel Björnsson, sem ekki var jafn fróður um eðli aðskiljanlegra íþróttagreina og bróðir hans, íþróttafréttamaðurinn Arnar Björnsson.

Eitt sinn var Þorkell skikkaður til að skrifa frétt um golfmót á Katlavelli á Húsavík. Hann hringdi í mótshaldara,  fékk uppgefin úrslit og spurði að auki helstu tíðinda af mótinu. Og var þá tjáð að tiltekinn kylfingur hefði m.a. náð algjörlega frábæru höggi á einhveri holunni með 9 járni.

Oggi meðtók boðskapinn, skrifaði fréttina eftir bestu samvisku undir fyrirsögninni: „Náði frábæru höggi með glænýju járni!

Íþróttafréttamaðurinn dró að sjálfsögðu þá ályktun að auðveldara væri að slá vel með gömlum járnum en nýjum, fyrst sérstaklega var tekið fram að kylfingurinn hefðu slegið með nýju  járni! JS

 


Athugasemdir

Nýjast