Fjögur frábær og músíkölsk þingeysk eistu!

Þrjú af fjórum eistum. Kaldo, Jaan og Valmar. Mynd: JS
Þrjú af fjórum eistum. Kaldo, Jaan og Valmar. Mynd: JS

Þingeyingar hafa löngum haft á að skipa frábæru tónlistarfólki. Lengst af voru helstu snillingarnir bornir og barnfæddir í héraði, en á síðari árum hafa erlendir tónlistarmenn látið mjög að sér kveða, ekki síst meistarar frá Eistlandi.

Þegar Valmar Valjaots, Jaan Alavere, Kaldo og Margot Kiis, störfuðu öll í sýslunni á sínum tíma og komu fram á þorrablótum og öðrum skemmtunum, voru Þingeyingar fljótir að finna nafn á sveitina, nefnilega: Fjögur eistu. JS


Nýjast