Ekkert almannafæri í Kelduhverfi - að mati Júlíusar Hafstein

Á þessari gömlu mynd má sjá gæsir Júlíusar sýslumanns sem ungum Húsvíkingum stóð nokkur ógn af á fyr…
Á þessari gömlu mynd má sjá gæsir Júlíusar sýslumanns sem ungum Húsvíkingum stóð nokkur ógn af á fyrrihluta 20. aldar. Að baki má húsið Vetrarbraut sem nú er horfið af sjónarsviðinu og t.h. er Sýslumannshúsið, nú gistiheimilið Árból.

Þegar Júlíus Havstein var sýslumaður Þingeyinga komu upp nágrannaerjur milli tveggja bænda í Kelduhverfi. Dag einn verður annar bóndinn var við að nágranni hans og deilunautur var vel í glasi og það á almannafæri, en slíkt var þá og er víst enn, bannað með lögum.

Bóndi notaði tækifærið og kærði granna sinn snimmendis til sýslumanns fyrir fyllerí á  almannafæri. Yfirvaldið dómtók málið og eftir vandlega íhugun og yfirlegu,  felldi Júlíus þann dóm að maðurinn væri sýkn saka. Þótti mörgum þessi dómur harla undarlegur, enda mörg vitni að drykkjulátum sakbornings á almannafæri.

En lögskýring sýslumanns var sú, að í Kelduhverfi væri í raun ekkert sem félli undir skilgreiningu laganna á hugtakinu „almannafæri.“ JS

 


Nýjast