„Aldrei er góð ýsa of oft freðin“

Fátt er betra en fjölfryst ýsa.
Fátt er betra en fjölfryst ýsa.

 

Þetta var á þeim árum þegar töluvert var rætt um svokallaða tvífrystingu á fiski og hvort þessi aðferð færi ekki hugsanlega illa með hráefnið. Gamall sjóhundur á Húsavík lenti í orðaskaki um málið og endaði með því að segja, og kjaftstoppaði þar með alla viðmælendur sína:

„Það gerir bara ekkert til að tvífrysta aflann og þó það væri oftar. Því hvað segir ekki máltækið: Aldrei er góð ýsa of oft freðin!“ JS


Nýjast