Að umreikna fjárhagsáætlun í kókígildistonn

Kristján Ásgeirsson t.h. ásamt félaga sínum í bæjarstjórn Húsavíkur, Sigurjóni tannlækni Benediktssy…
Kristján Ásgeirsson t.h. ásamt félaga sínum í bæjarstjórn Húsavíkur, Sigurjóni tannlækni Benediktssyni. Hnútur flugu gjarnan á milli þeirra á fundum, um kókígildstonn og fleiri fyrirbæri.

Á bæjarstjórnarfundi á Húsavík var fjárhagsáætlun eitt sinn til umræðu og þar m.a. innifalin hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, kvaðst alls ekki geta samþykkt þessa hækkun í framhaldi af miklum hækkunum á hitaveitugjöldum árið áður.

Oddviti meirihlutans, fulltrúi G-lista, Kristján Ásgeirsson, brást við og sagði: „Þú þarft ekki, Anna Rúna, annað en að sleppa því að kaupa fjórar tveggja lítra kókflöskur í blandið  á mánuði, og þá ertu búin að vinna upp hitaveituhækkunina.“

Eftir þessa yfirlýsingu kröfðust  fulltrúar minnihlutans þess að sjálfsögðu að Kristján umreiknaði alla liði fjárhagsáætlunarinnar í „kókígildistonn.“ JS


Athugasemdir

Nýjast