Alls eru 5,5 stöðugildi í Hofi og segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri álagið á starfsfólk hafi verið mikið og mun meira en ráð var fyrir gert. Því hefur verið ákveðið bæta við einu stöðugildi og hefur Freyja Dögg Frímannsdóttir verið ráðin í viðburða- og verkefnastjórnum í Hofi en hún hefur sagt upp starfi sínu sem fréttamaður Ríkisútvarpsins á Akureyri. Hún mun taka við nýja starfinu þegar hún hefur lokið sínum uppsagnarfresti hjá RÚV. Freyja Dögg hefur verið í stjórn Menningarfélagsins Hofs, skipuð af Akureyrarbæ, en hún hefur nú hætt í stjórn og tók varamaður hennar, Halla Björk Reynisdóttir, sæti í stjórninni í hennar stað.
Þá er Ingibjörg Ösp með það til skoðunar að taka sér þriggja mánaða leyfi frá störfum í Hofi í haust og fylgja mannni sínum til London, þar sem hann er að fara í nám. Rekstrarárið í Hofi er frá 1. ágúst til 31. júlí og segir Ingibjörg að búið verði að loka næsta starfsári í maí nk., þ.e að ganga frá öllum samningum og setja upp dagskrá. Hún segir þó að enn sé það ekki frágengið að hún og börnin fylgi manni sínum erlendis.