Strætisvagnar Akureyrar komast ekki leiðar sinnar og óvíst er hvort þeir verða nokkuð á ferðinni í dag. Innanlandsflug liggur niðri. Þá kom upp bilun í dælubúnaði Reykjaveitu í gærkvöld. Enn er óvíst um hvenær hægt verður að komast að Reykjum í Fnjóskadal til viðgerða. Verið er að kanna leiðir til þess að komast yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni, segir á vef Norðurorku. Íbúar í Fnjóskadal og Grýtubakkahreppi eru því án heits vatns frá Reykjaveitu. Ragmagnstruflanir hafa verið í Þingeyjarsýslum vegna bilunar en háspennulína á milli Akureyrar og Laxárvirkjunar slitnaði í gærkvöld og í kjölfarið slógu vélar Laxárvirkjunar út.