Vonbrigði með að lögreglan hættir að sinna forvarnastarfi

Á fundi bæjarráðs í vikunni var tekið fyrir erindi frá skólaráði Lundarskóla til lögreglustjórans á Akureyri, þar sem skólaráðið lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun lögreglunnar á Akureyri að hætta að sinna forvarnastarfi sem sinnt hefur verið í mörg ár og snúið að umferðarfræðslu, vímuvörnum og afleiðingum afbrota og ofbeldis.  

Málið hafði verið til umræðu á fundi skólanefndar sem tók heilshugar undir áhyggjur og vonbrigði skólaráðs Lundarskóla og óskaði eftir því að bæjarráð tæki málið til skoðunar. Bæjarráð tekur undir bókun skólaráðs Lundarskóla og skólanefndar og var bæjarstjóra falið að ræða við lögreglustjóra.

Nýjast