Um helgina fer fram Vinamót LSA og Slippsins í Skautahöllinni á Akureyri. Vinamótið er keppni C keppenda. 85 C keppendur úr öllum aldurshópum frá Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum munu etja kappi og sýna hæfni sína á svellinu.
Því má víst telja að mikið fjör verði í Skautahöllinni á laugardags- og sunnudagsmorgun. Öllum er velkomið að kíkja við í höllinni og sjá krakkana spreyta sig á svellinu. Foreldrafélag LSA verður með veitingasölu á meðan á keppni stendur.