Íslandsmótið í kraftlyftingum fór fram í Njarðvík um helgina. KFA átti tvo keppendur á mótinu, þá Viktor Samúelsson og Rögnvald Björnsson. Viktor átti gott mót, hann lyfti 715 kg í samanlögðu og það dugði til sigurs í hans þyngdarflokki sem er 100 kg og yfir.
Hann sigraði einnig í drengja og unglingaflokki og endaði í þriðja sæti í opnum flokki. Rögnvaldur féll hins vegar úr keppni í fyrstu umferð. Í opnum flokki var það Fannar Dagbjartsson frá Breiðabliki sem sigraði en hann lyfti 842,5 kg í samanlögðu.