Víkingur vann nýliðaslaginn
Víkingur R. hafði betur gegn Þór í nýliðaslagnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en liðin áttust við
á Víkingsvelli í fyrstu umferð deildarinnar. Heimamenn unnu leikinn 2:0 eftir að hafa haft eins marks forystu í hálfleik. Þeir Helgi Sigurðsson og
Björgólfur Takefusa skoruðu mörk Víkings í kvöld. Einn annar leikur fór fram í deildinni í kvöld en á Kópavogsvelli
vann KR Íslandsmeistara Breiðabliks 3:2. Næsta umferð fer fram á laugardaginn kemur en þá sækir Þór lið Fram heim.
Nýjast