Á föstudag í síðustu viku útskrifuðust 69 nemendur í Reykjavík en í gær útskrifuðust 12 þeirra nemenda sem hófu nám hjá SÍMEY á Akureyri. Hlutfall útskrifaðra hér fyrir norðan er 80%, sem er 6 prósentustigum hærra en fyrir sunnan og ívið hærri prósenta en undangengin ár í Reykjavík. Verkefnastjórar námsins voru þau Birna Björnsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík og Heimir Haraldsson hjá SÍMEY. Verðlaun fyrir bestan námsárangur hlaut Lísbet Vala Snorradóttir.