Vetrarhátíðin Éljagangur 2011 í fullum gangi á Akureyri

Það fer lítið fyrir éljagangi í veðrinu á Akureyri þessa dagana, þótt nú standi yfir vetrarhátíðin Éljagangur 2011 með fjölbreyttri dagskrá. Í morgun ringdi töluvert og hitastigið var yfir frostmarki og undir hádegi fór sólin að skína.  

Í gærkvöld var snjósleðaspyrna á Leirutjörn og í morgun voru það mótorhjólamenn sem reyndu fyrir sér á blautu svellinu á Leirutjörn. Dagskráin heldur áfram í dag en hátíðinni lýkur á morgun sunnudag. Opið er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, þar er fjöldi fólks en opið er til kl. 16.00.

Nýjast