Á Austurlandi er ófært og óveður á Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði. Stórhríð er bæði
á Oddsskarði og Fagradal. Annarstaðar á Austurlandi er víða skafrenningur en vegir færir.
Á Suðausturlandi er enn óveður í Hamarsfirði en annarsstaðar hefur lægt mikið. Vegir eru auðir á Suðurlandi en þar er reiknað
með hössum vindi í dag, ekki síst undir Eyjafjöllum. Svipað ástand er á Vesturlandi, auðir vegir en sumstaðar hvasst. Óveður er
á Kjalarnesi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og hvasst. Á Vestfjörðum eru vegir að mestu auðir en éljagangur austan til,
samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
Fyrstu útköll björgunarsveita landsins vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið bárust nú skömmu fyrir hádegi. Björgunarfélag Árborgar var kallað út vegna foks á þakplötum á verslun Krónunnar á Selfossi og Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn vegna hins sama á íbúðarhúsi í bænum. Einnig er Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðifirði að aðstoða ökumann er fest hefur bíl sinn á Fjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.