Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið þ.m.t. um kostnað við hugmyndina. Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur verið geymt í kössum til fjölda ára og Vikudegi er ekki kunnugt um að breyting hafi orðið þar á. Árið 2007 var sú hugmynd til skoðunar að framtíðaraðstaða Náttúrugripasafnsins yrði í hluta af húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaupvangsstræti. Þ.e. að þegar ráðist yrði í breytingar á húsnæðinu myndi Listasafnið flytjast á efri hæðina en Náttúrugripasafnið verða á þeirri neðri.