Verður Náttúrugripasafn Akureyrar flutt til Hríseyjar?

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í gær var tekið fyrir erindi frá Aðalsteini Bergdal, þar sem hann varpar fram þeirri hugmynd að koma Náttúrugripasafni Akureyrar fyrir í Hrísey. Til stendur að koma hljóðfærasafni Gunnars Tryggvasonar fyrir á 2. hæð í húsinu Borg, en hugmynd Aðalsteins er að koma Náttúrugripasafninu fyrir á 1. hæðinni.  

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið þ.m.t. um kostnað við hugmyndina. Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur verið geymt í kössum til fjölda ára og Vikudegi er ekki kunnugt um að breyting hafi orðið þar á. Árið 2007 var sú hugmynd til skoðunar að framtíðaraðstaða Náttúrugripasafnsins yrði í hluta af húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaupvangsstræti. Þ.e. að þegar ráðist yrði í breytingar á húsnæðinu myndi Listasafnið flytjast á efri hæðina en Náttúrugripasafnið verða á þeirri neðri.

Nýjast