Verður KA Íslandsmeistari í kvöld?
HK og KA mætast í kvöld í Fagralundi í öðrum leik liðanna í úrslitum MIKASA-deildar karla í blaki. KA leiðir
einvígið 1:0 og getur með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.
KA vann fyrsta leik liðanna 3:2 í KA-heimilinu á mánudaginn var í hörkuspennandi leik. Takist HK að vinna í kvöld og knýja
fram oddaleik fer sá leikur fram á Akureyri á laugardaginn kemur.
Nýjast