„Verður erfitt verkefni”

Akureyri sækir Selfoss heim í kvöld í 13. umferð N1-deildar karla í handbolta kl. 18:30. Átján stig skilja liðin að, Akureyri hefur 21 stig á toppnum en Selfoss þrjú stig í botninum.

Selfoss kom á óvart í síðustu umferð með því að ná jafntefli á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Hauka, 25:25, og er það fyrsta stigið sem liðið nær í síðan 7. október sl. er liðið sigraði Val á heimavelli. Á sama tíma komst Akureyri aftur á sigurbraut með tveggja marka sigri gegn Val á heimavelli, 28:26, sl. fimmtudag.

Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, segir þá ekki mega falla í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn, þó himinn og haf skilji liðin að í deildinni.

„Það er margoft búið að sanna sig í leikjum deildarinnar í vetur að það getur alltaf brugðið til beggja vona og að það þýðir ekkert að koma með hangandi haus í neinn leik,” segir Sveinbjörn.

Nánar er rætt við Sveinbjörn í Vikudegi í dag.

Nýjast