Svo gæti farið að Akureyri Handboltafélag landi sínum fyrsta titli í sögu félagsins í kvöld þegar N1-deild karla í handbolta hefst á ný eftir hlé. Til að það takist þarf Akureyri að vinna Selfoss á útivelli og FH að tapa á heimavelli gegn Aftureldingu.
Þá yrði Akureyri með 29 stig á toppnum, átta stigum fyrir ofan FH sem yrði með 21 stig í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og átta stig í pottinum.
Það myndi duga norðanmönnum til að verða deildarmeistarar þar sem Akureyri hefur vinninginn í innbyrðis viðureignum gegn Hafnarfjarðarliðinu.