Göngugarparnir við Fálkafell. Myndir aðsendar
Í dag fórum um 30 manns í ljósastyrktargöngu upp í Fálkafell til styrktar Velferðasjóðs Eyjafjarðasvæðisins. Hópurinn fékk hið besta veður, logn, frost og frábært gönguveður
Fólk kom saman við bílastæðið og gekk þaðan upp í Fálkafell. Þegar þangað upp var komið var skrifað í gestabók og göngugarparnir gáfu sér góðan tíma uppi og áttu góða stund þar, bæði við spjall og myndatöku.
Heiðrún Jóhannsdóttir las upp skilaboð frá sjóðnum þar sem göngufólki og öðrum sem ekki komumst í gönguna voru sendar þakklætis- og velfarnaðarkveðjur.
Að því loknu hélt göngufólki á leið niður í halarófu og var einstakt að sjá ljósin liðast áfram í myrkrinu.
Enn er hægt að leggja inn á Velferðasjóðinn og má finna styrktarnúmerið hér
Kt. 651121-0780
Rn. 0302-26-003533