Veittist að gestum á skemmtistað og braut rúðu í bíl

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna skemmtanahalds í bænum. Mikið af fólki er nú í bænum, en þar er haldin vetrarhátíðin Éljagangur. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur og tveir karlmenn gistu fangaklefa í nótt, annar vegna ölvunar og hinn vegna líkamsárásar og spellvirkja.  

Sá veittist að gestum skemmtistaðar í bænum og fór að því búnu út og braut rúðu í  bifreið. Málið er nú í rannsókn lögreglu. Þetta kemur fram á mbl.is

Nýjast