Veislan heldur áfram í Kaplakrika í kvöld

Úrslitarimma FH og Akureyrar á Íslandsmóti karla í handbolta heldur áfram í kvöld en liðin mætast þá í fjórða sinn í Kaplakrika kl. 19:30. Staðan í einvíginu er 2:1 og getur FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri. Akureyri vann eins marks sigur í síðasta leik á heimavelli, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum líkt og í hinum leikjunum. Leikirnir hafa allir verið spennandi nánast frá upphafi til enda og ekki við öðru að búast en að svipað verði upp á teningnum í kvöld.

„Stemmningin gæti ekki verið betri í hópnum og okkur hlakkar bara til að takast á við verkefni kvöldsins,” segir Oddur Gretarsson, hornamaðurinn skæði í liði Akureyrar.

„Okkar langar ekkert að fara í sumarfrí fyrr en við verðum Íslandsmeistarar. Við brutum ísínn í síðasta leik þegar við náðum að vinna þá. Við erum búnir að setja smá pressu á þá og held að þeir séu orðnir stressaðir. Við verðum bara að ná okkar leik í kvöld,” segir Oddur.

„Það er mikilvægt að byrja leikinn vel og reyna að pirra þá þar sem eru væntanlega tilbúnir með allan fögnuðinn eftir leik. Þetta verður örugglega hníjafnt en vonandi dettur þetta okkar megin," segir hann.

Vinni Akureyri í kvöld mætast liðin í hreinum úrslitaleik í Höllinni á Akureyri á föstudagskvöldið næstkomandi.

Nýjast