Fyrsti vetardagur var um liðna helgi og óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið áminningu um það hvað framundan gæti verið næstu mánuði s.l. 10 daga eða svo.
Frost, snjókoma, en reyndar bar svo við og það er óvenjulegt en það voru íbúar á höfuðborgsarsvæðinu sem fengu met snjókomu i október yfir sig með tilheyrandi óþægindum meðan við Norðanlands sluppum.
Á morgun föstudag mun hlýna á landinu með tilheyrandi hálku og er um að gera að fara öllu með gát eins og endra nær, kynnar sé vel veðurspár. Við gætum fengið sýnishorn af hinum ýmsu veðrabrigðum án þess þó að litaviðvaranir séu framundan á veðurkortum hér á Norðurlandi eystra.
Hvaða skoðun sem fólk hefur á frosti og snjókomu í október þá er ekki hægt að neita því að meðfylgjandi mynd Ingu Vestmann sýnir vel hve huggulegur snjór í hóflegu magni getur verið.