Vaxtarræktarkappinn Sigurkarl Aðalsteinsson hefur verið dæmdur í keppnisbann fram til áramóta af Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna. Sigurkarl lét þung orð falla í garð dómara á Íslandsmótinu í fitness og vaxtarrækt, sem fram fór í Háskólabíói um páskana.
Atvikið var litið alvarlegum augum en mildar var tekið á keppnisbanninu þar sem Sigurkarl hefur sent dómurum skriflega afökunarbeiðni. Þetta kemur fram á fitness.is.