Vatnavextir í Eyjafjarðarsveit

Miklir vatnavextir fylgdu í kjölfar hlýinda í kringum síðustu helgi í  Eyjafjarðarsveit og fór allt á flot á svæðinu í kringum Hrafnagil, þar sem rétt sást glitta í toppa girðingarstraura í námunda við veginn austur yfir í Laugaland. Jónas Vigfússon sveitarstjóri segir að vatnavextir séu býsna algengir á þessu svæði, einkum á vorin.   

Svo mikið vatn hefði verið í kringum Miðbrautina að yfir hana flæddi eina nóttina og við það rann aðeins úr norðurkanti vegarins.  Um aðrar skemmdir af völdum vatnavaxta vissi hann ekki.

Nýjast